7.4.2009 | 11:59
Nýir vendir sópa best
"Orðstýr deyr aldregi, hveim sér góðan getur"
Ég held að ef við segjum nei takk við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og kjósum nýtt fólk á þing, þá sjái alþjóðasamfélagið að hér býr gott fólk sem vill þrífa til og byrja með hreint borð.
Það gerist ekki með sömu stjórnmálamennina og voru við kjötkatlana árum og áratugum saman og eru ekki traustvekjandi í dag.
Borgarahreyfingin vill SPILLINGUNA BURT.
Var rekin vegna þjóðernis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 11:53
..og hvenær verða skuldirnar færðar niður?
Launalækkanir hefjast og hvenær verða skuldirnar færðar niður? Ég meina skuldir einstaklinga, ekki fyrirtækja. Það er í fullum gangi.
Góðærið kom ekki til venjulegs launafólks. Og ekki í dreifbýlið. Það var aldrei rétti tíminn.
Borgarahreyfingin vill leiðréttingu til almennings. Þjóðin á þing. Sjáið hér.
Starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar í Eyjum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2009 | 10:17
Stjórnkerfið spyr ekki að réttlæti
Kerfið kann ekki annað en að hygla félögum úr FLOKKNUM.
Núverandi ríkisstjórn situr uppi með embættismenn og stjórnendur sem Sjálfstæðisflokkurinn setti til valda.
Embættismenn eiga, samkvæmt lögum og reglum, að vera þjónar yfirvalda en eru í raun valdastétt.
Áratugum saman hefur Sjálfstæðisflokkurinn misboðið þessari þjóð með því að setja flokksmenn sína til valda. Haldið þið að þeir þurfi að borga fyrir greiðann?
Þeir kunna ekki annað en að viðhalda kerfi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarahreyfingin vill spillinguna burt og meinar það.
Afskráning skulda skekkir samkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn neyðir ríkisstjórnina til láta okkur greiða skuldir auðmanna þá viljum við vita það. FYRIR KOSNINGAR.
Borgarahreyfingin er eini flokkurinn sem setur á oddinn að frysta eigur auðmanna á meðan rannsökuð eru sakamálin. Sækjum peningana til þeirra.
Borgarahreyfingin yfir 5%
Skoðanakannanir á Bylgjunni í mars sýndu fylgi Borgarahreyfingarinnar í 4%.
Í nýjustu könnun erum við komin yfir 5%!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2009 | 08:31
Eigum við að greiða skuldir auðmanna?
Er ríkisstjórnin, með samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, að skuldbinda íslensku þjóðina til að greiða, ekki eingöngu skuldir ríkisins heldur einnig skuldir bankamanna og auðmanna?
Mættum við fá að vita þetta fyrir kosningar? Það er óeðlilegt að þjóðin fái ekki að vita hver ætlunin er.
Segjum nei við samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Þjóðin á þing
Ég hvet ykkur til að skoða Borgarahreyfinguna.
AGS tjáir sig ekki um „skjalið sem lak út“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2009 | 20:46
Stríðið gegn Íslandi:
Dúndurgreinar Michael Hudson í Fréttablaðinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 05:21
Af hverju var ekki brugðist við?
Af hverju í ósköpunum var ekki brugðist við þessu alvarlegu upplýsingum fyrir rúmu ári síðan?
Stefndu fjármálalífinu í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 20:19
Betra seint en ekki
Ríkisstjórn Geirs og ríkisstjórn Jóhönnu er báðar því marki brenndar að geta ekki tekið ákvarðanir um að rannsókn fari fram á glæpsamlegu athæfi bankanna.
Fjórflokkarnir eru allir vanir sömu gömlu vinnubrögðunum, ráðherraræði og lamaðri stjórnsýslu.
Það er augljóst að núverandi ríkisstjórn getur ekki tekið á þessu máli frekar en sú fyrri.
Bankahrun afgreitt sem sakamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2009 | 20:08
Skjaldborg hvað?
Öll fallega orðuðu loforðin um að slá skjaldborg um heimilin í landinu voru innantóm orð.
Það verða miklar eignatilfærslur á næstunni, þegar fjölskyldur breytast úr fasteignaeigendum í leigjendur í eigin íbúðum.
Kannski fá fjölskyldurnar bara að leigja í smátíma því lífeyrissjóðirnir vilja hámarksávöxtun og munu líklega selja íbúðirnar um leið og ástandið lagast.
Lífeyrissjóðir geti eignast íbúðarhúsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)