Eigum við að greiða skuldir auðmanna?

Er ríkisstjórnin, með samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, að skuldbinda íslensku þjóðina til að greiða, ekki eingöngu skuldir ríkisins heldur einnig skuldir bankamanna og auðmanna?

Mættum við fá að vita þetta fyrir kosningar? Það er óeðlilegt að þjóðin fái ekki að vita hver ætlunin er.

Segjum nei við samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.

Þjóðin á þing

Ég hvet ykkur til að skoða Borgarahreyfinguna.


mbl.is AGS tjáir sig ekki um „skjalið sem lak út“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hana nú! Mér lýst ekkert á þetta allt saman...

Skorrdal (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 08:51

2 identicon

Nei. Við eigum ekki að borga skuldir auðmanna, né skuldir yfirleitt sem við stofnuðum ekki til. Lántakan í kjölfar hrunsins var brot á 40. gr. stjórnarskráinnar og ætti á þeim grundvelli að vera ógild. Allt of margar þjóðir þurfa að hnegja sig fyrir þessum arðræningjum sem IMF er og það er kominn tími til að einhver stoppi þá.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:55

3 identicon

Ég get ekki betur séð en hann Rúnar hafi rétt fyrir sér.

http://www.althingi.is/dba-bin/skjol.pl?radsv=D&s_lt=0&malteg=l&skl_1=9

Skorrdal (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 11:53

4 identicon

Ég hafði rangt fyrir mér:

Í fjárlögum fyrir 2009 stendur:

5.gr.

Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilað að taka lán, endurlána, veita ríkisábyrgðir og fleira eftir því sem kveðið er á um í ákvæðum þessarar greinar:

1. Að taka lán allt að 160.000 m.kr. og ráðstafa því í samræmi við ákvæði þessara laga.

[...]

4. Að taka lán allt að 500 milljörðum króna eða jafngildi þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt, til viðbótar lántöku samkvæmt 1. lið hér að framan, verði þess talin þörf til að

efla gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands eða til að styrkja viðskipti á innlendum fjármálamarkaði með útgáfu ríkisverðbréfa. Heimilt er að endurlána Seðlabanka Íslands þann hluta sem tekinn verður að láni í erlendri mynt.

Skorrdal (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 12:00

5 identicon

Reyndar voru þessi fjárlög samþykkt 22. desember 2008 en lánið var samþykkt 20. nóvember sama ár. Svo að lögin voru ekki í gildi þegar lánið var tekið. Hins vegar voru í gildi fjárlög fyrir árið 2008 sem heimiluðu lántöku að 30 milljörðum íslenskra króna. En, ef mér skjátlast ekki, þá var fyrsti hluti lánsins afgreiddur rétt tæplega 110ma. króna, sum sé nær fjórföld sú upphæð sem var heimilt að taka skv. lögum sem voru í gildi þá.

Ég er nú ekki það vel að mér í lögfræði en ég hélt nú að ekki mætti breyta lögunum eftirá.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband