26.9.2009 | 20:37
Mótmæli almennings skila árangri
Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir greiðsluverkfalli sem hefjast átti í næstu viku.
Nú lofar ríkisstjórnin smá-skjaldborg, en engar úrbætur hafa fengist fyrir almenning í þessu landi nema fyrir samstöðu og háværar kröfur.
Hagsmunasamtök heimilanna eiga heiður skilið. Að vísu er ekki víst að þetta sé nema fjórðungs-sigur, því betra hefði verið að leiðrétta aftur til ársbyrjunar 2008 og verðtrygginguna verður að afnema.
Eftirtaldar leiðréttingar fengust fyrir mótmæli almennings:
- Hætt við lokun svæðisútvarps RÚV
- Tryggvi Jónsson burt úr Landsbankanum
- Lækkuð laun bankastjóra
- Fall ríkisstjórnar
- Kosningar
- Seðlabankastjórar hrökklast burt
- Saksóknari sem var skipaður til að rannsaka ákveðna fjárglæfrastarfsemi vildi ekki segja af sér þó fram kæmu upplýsingar um að hann ætti m.a. að rannsaka son sinn. Sá hætti að lokum vegna þrýstings frá þjóðinni.
- KPMG látið hætta rannsókn á Glitni
- Eva Jolie ráðin til að rannsaka hrunið
Greiðslubyrði aftur fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæ Margrét Rósa. Vona að lýðræðið þróist á þann veg að það þurfi ekki svona mikil læti til þess að ná eyrum stjórnvalda um eðlilega leiðréttingu.
Ég tók þetta sem meginatriði í prófkjörinu. Einmitt á þessum nótum að færa leiðréttingu til dags fyrir hrun.
Félagi Árni annað hvort sniðgekk umræðuna eða ræddi á þeim nótum að ekki væri hægt að gefa eftir skuldir sem einstaklingar hefðu stofnað til.
Hann virtist ekki skilja réttlætiskröfuna í málinu. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.