7.4.2009 | 19:16
Misviturlegt framboð til Öryggisráðsins
í miðju bankahruni
Þegar bankarnir hrundu á Íslandi var utanríkisþjónustan að baka pönnukökur í aðalstöðvum S.Þ. vegna hins vonlausa framboðs til Öryggisráðs S.Þ. Var það viturlegt? Bæði að baka pönnukökur á þessum tíma og hið vonlausa framboð?
Af hverju vilja íslenskir stjórnmál- og embættismenn ekki eftirtalið?
> Rannsókn á íslenska efnahagshruninu færð undir ábyrgð og stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra STRAX meðan á rannsókn stendur.
> Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá.
> Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla.
> Embættismenn verði valdir á faglegum forsendum.
Ofangreint vill Borgarahreyfingin og meira til.
Engir kokteilpinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framboðið til Öryggisráðs S.Þ. var nú meiri endemis vitleysan -og kostnaðarsöm eftir því.
Vonandi hefur hrunið í för með sér örlítið raunsærri sjálfsmynd þjóðarinnar.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.4.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.