26.2.2010 | 14:37
Sýndarmennska. Fara ekki undir forsætisráðherra.
Þetta eru Rugl-útreikningar. Prófið sjálf að reikna út samtalstölur. Páll Magnússon o.fl. enda með hærri laun en forsætisráðherra. Þeir færa peningana til og nú heitir það yfirvinna. . .
Hvað kostaði vinna Kjararáðs við þessa sýndarmennsku, sem tók marga mánuði að fá niðurstöðu í?
Laun 22 forstjóra lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 20:37
Mótmæli almennings skila árangri
Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir greiðsluverkfalli sem hefjast átti í næstu viku.
Nú lofar ríkisstjórnin smá-skjaldborg, en engar úrbætur hafa fengist fyrir almenning í þessu landi nema fyrir samstöðu og háværar kröfur.
Hagsmunasamtök heimilanna eiga heiður skilið. Að vísu er ekki víst að þetta sé nema fjórðungs-sigur, því betra hefði verið að leiðrétta aftur til ársbyrjunar 2008 og verðtrygginguna verður að afnema.
Eftirtaldar leiðréttingar fengust fyrir mótmæli almennings:
- Hætt við lokun svæðisútvarps RÚV
- Tryggvi Jónsson burt úr Landsbankanum
- Lækkuð laun bankastjóra
- Fall ríkisstjórnar
- Kosningar
- Seðlabankastjórar hrökklast burt
- Saksóknari sem var skipaður til að rannsaka ákveðna fjárglæfrastarfsemi vildi ekki segja af sér þó fram kæmu upplýsingar um að hann ætti m.a. að rannsaka son sinn. Sá hætti að lokum vegna þrýstings frá þjóðinni.
- KPMG látið hætta rannsókn á Glitni
- Eva Jolie ráðin til að rannsaka hrunið
Greiðslubyrði aftur fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2009 | 10:31
Byltingarlitur á Hummer
Málningu úðað yfir bíl Björgólfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 21:37
Einelti
Gott dæmi.
----------------------------
Svona mælist ég í kosningakompás mbl.is
Mér finnst ég full-nálægt Samfó. Finnst eins og það geri mig að krata, úff.
En þetta er bara til gamans gert.
Ég veit af hverju ég fæ bara 76% á Borgarahreyfinguna.
Segja þaggað niður í nýjum framboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2009 | 21:42
Ertu þreyttur á sukkinu?
Borgarahreyfingin er búin að ganga frá framboðslistum í öllum kjördæmum.
X-O er málið fyrir þá kjósendur sem hafa fengið nóg af spillingu, vilja nýja stjórnarskrá og nýtt lýðveldi.
Hér eru efstu fimm í hverju kjördæmi:
Reykjavík Norður
1. Þráinn Bertelsson, rithöfundur.
2. Katrín S. Baldursdóttir, listakona.
3. Jóhann Kristjánsson, rekstrarhagfræðingur.
4. Anna B. Saari, kennari.
5. Sigurður Hr. Sigurðsson, hljóðmaður.
Reykjavík Suður
1. Birgitta Jónsdóttir, skáld.
2. Baldvin Jónsson, námsmaður.
3. Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur.
4. Hannes I. Guðmundsson, lögfræðingur.
5. Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur.
Suðvestur (Kraginn)
1. Þór Saari, hagfræðingur.
2. Valgeir Skagfjörð, leikari.
3. Ingifríður R. Skúladóttir, vörustjóri.
4. Ragnheiður Fossdal, líffræðingur.
5. Sigríður Hermannsdóttir, líffræðingur.
Norðvestur (NV)
1. Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.
2. Lilja Skaftadóttir, framkvæmdastjóri.
3. Guðmundur A. Skúlason, rekstrarfræðingur.
4. Ingibjörg S. Hagalín, húsmóðir.
5. Þeyr Guðmundsson, verkamaður.
Norðaustur (NA)
1. Herbert Sveinbjörnsson, kvikmyndagerðarmaður.
2. Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri.
3. Hjálmar Hjálmarsson, leikari.
4. Ragnhildur A. Hjartardóttir, námsmaður.
5. Rakel Sigurgeirsdóttir, kennari.
Suður
1. Margrét Tryggvadóttir, ritstjóri/rithöfundur.
2. Jón Kr. Arnarson, verkefnastjóri.
3. Hildur Harðardóttir, leiðsögumaður.
4. Ragnar Þór Ingólfsson, verslunarmaður.
5. Þórhildur Rúnarsdóttir, sérfræðingur.
Fengu meiri styrki árið 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 14:23
Skuldir Íslands og Íslendinga
Er stjórnvöldum treystandi?
landsmenn borga. Einnig eru meðfylgjandi tenglar á greinar og viðtöl við Michael Hudson og John Perkins (Confessions of an Economic Hitman).
Áríðandi er að þessi skilaboð (viðhengið og linkarnir) komist til sem flestra og biðjum við þig að dreifa þeim til allra sem þú getur.
Stríðið gegn Íslandi eftir Michael Hudson
http://www.visir.is/article/20090404/SKODANIR03/961273430
Alheimsstríð lánardrottna eftir Michael Hudson
http://visir.is/article/20090401/SKODANIR03/461500915#
The IMF Rules the World eftir Michael Hudson
http://www.counterpunch.com/hudson04062009.html
John Perkins fyrirlestur hjá HÍ, 6. apríl - Er allt uppi á borðinu ? / Is everything on the table?
1.hluti:
http://video.google.com/videoplay?docid=-5595182360829048829&hl=en
2.hluti:
http://video.google.com/videoplay?docid=-1877050852404764371&ei=Sc7cSYWHKYTz-AbVtvSUDA&hl=en
1.hluti:
http://www.youtube.com/watch?v=ushMvvN8y-I
2.hluti:
http://www.youtube.com/watch?v=dUF25wNQDHg
Sjá einnig síðu Láru Hönnu
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/848551/
Með bestu kveðju,
Borgarahreyfingin þjóðin á þing
ps
Þú sem viðtakandi hefur með einum eða öðrum hætti lent á póstlista Samstöðu bandalags grasrótarhópa sem þátttakandi í því starfi er leiddi til stofnunar Samstöðu á sínum tíma.
Borgarahreyfingin þjóðin á þing sem verð til upp úr ákvörðun Samstöðu að taka pólitíska slaginn í komandi kosningum sendir þér þetta skeyti og óskar eftir stuðningi við dreifingu á því. Þetta er ekki flokkspólitískt mál heldur grafalvarleg staða sem Ísland er komið í og sem krefst þess að sem flestir láti í sér heyra um málið. Ef þú veist um fleiri sem vilja vera með, eða vilt sjálf(ur) út láttu þá sendanda vinsamlegast vita.
Borgarahreyfingin
Yfirlýsing um skuldir Íslands eftir hrunið sem stjórnvöld, að tillögu AGS, ætla að láta landsmenn borga.
Skuldir Íslands og Íslendinga
Er stjórnvöldum treystandi?
Nýlega fram komnar upplýsingar frá tveimur erlendum hagfræðingum, Michael Hudson og John Perkins benda til þess að íslensk stjórnvöld séu hugsanlega á algerlega rangri leið með þjóðina, leið sem muni hneppa íslendinga í skuldafen um langa framtíð. Báðir halda því hiklaust fram að í slíku skuldafeni munu fyrr eða síðar eignir þjóðarinnar s.s. auðlindirnar, atvinnutækin og stoðkerfi eins og samgöngumannvirki og veitustofnanir, verða seld erlendum fyrirtækjum sem leið út úr vandanum. Þetta segja þeir alþekkt.
Framsaga þeirra beggja í Silfri Egils s.l. sunnudag og á fundum í Háskóla Íslands og á Grand Hóteli á mánudaginn hefur vakið mikla athygli en jafnframt sætt nánast algerri þöggun í stjórnkerfinu og mörgum helstu fréttamiðlunum s.s. RÚV sjónvarpi og útvarpi og Morgunblaðinu.
Ljóst virðist að Ísland stendur á barmi þjóðargjaldþrots og að skuldir af völdum bankahruns og efnahags óstjórnar eru sennilega meiri en hægt er að ráða við.
Ekki fæst staðfest hversu háar skuldir þjóðarinnar eru, en stjórnvöld halda samt áfram með stöðugar yfirlýsingar um að fær leið sé út úr skuldafeninu með hefðbundum tekjustreymis aðferðum ríkissjóðs, s.s. skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði útgjalda.
Kominn er tími til að stjórnvöld geri þjóðinni nákvæmlega grein fyrir hverjar skuldirnar eru, en hegði sér ekki eins og fyrrverandi ríkisstjórn sem hélt mikilvægum upplýsingum um væntanlegt hrun leyndum fyrir þjóðinni.
Hér er á ferðinni mál sem skiptir alla íslendinga gríðarlegu máli, mál sem heggur að grundvallar lífsskilyrðum okkar, barna okkar og jafnvel barna-barna þar sem vegferð stjórnvalda virðist vera sú að skera samfélagsáttmála þjóðarinnar í ræmur sem aldrei verður aftur byggt á.
Bæði Hudson og Perkins hafa bent á að aðferðir AGS, þær sömu og íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, hafa valdið stórkostlegum skaða til áratuga í þeim löndum sem þeim hefur verið beitt. Á hinn bóginn hefur þeim löndum sem hafnað hafi meðulum AGS jafnan vegnað mun betur og þau verið fljótari að rétta úr kútnum eftir áföll.
Hagsmunir almennings hljóta að krefjast þess að samstarfið við AGS verði endurskoðað og að leitað verði annarra leiða út úr skuldafeninu. Gleymum því ekki að það var ekki almenningur sem stofnaði til þessara skulda heldur örfáir fjárglæframenn í samvinnu við vanhæfa ríkisstjórn og stjórnsýslu.
Það er krafa okkar að það verði fjallað ítarlega um þetta mál í fjölmiðlum og á Alþingi.
Við skrifuðum ekki upp á skuldir auðmanna, og við eigum ekki að borga þær.
Borgarahreyfingin þjóðin á þing, 8. apríl 2009.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 14:15
Bara kallar hjá Samorku?
...Nei, sorrý, konurnar eru ritarar.
Eru karlar á móti náttúruvernd? Konur áttu ekki séns í að vera með í gróðærinu, nema vera eiginkona og systir Jásgeirs.
Segir John Perkins vera á villigötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 23:54
Kemur ekki á óvart.
Ég er ekki hissa á þessu. Vissum við þetta ekki allan tímann? Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið hér til spillingarkerfi, ofið inn í allt þjóðfélagið, íþróttahreyfinguna sitt fólk. Og þeim finnst þetta bara í lagi, því þetta hefur alltaf verið svona. Og af hverju ættu ekki fyrirtækin að greiða fyrir vel veitta þjónustu?
Þetta er olígarka-samfélag. Hvað gerðist t.d. með MP-banka og BYR? Af hverju þessi milljarður í desember?
30 milljóna styrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2009 | 19:16
Misviturlegt framboð til Öryggisráðsins
í miðju bankahruni
Þegar bankarnir hrundu á Íslandi var utanríkisþjónustan að baka pönnukökur í aðalstöðvum S.Þ. vegna hins vonlausa framboðs til Öryggisráðs S.Þ. Var það viturlegt? Bæði að baka pönnukökur á þessum tíma og hið vonlausa framboð?
Af hverju vilja íslenskir stjórnmál- og embættismenn ekki eftirtalið?
> Rannsókn á íslenska efnahagshruninu færð undir ábyrgð og stjórn óháðra erlendra sérfræðinga og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra STRAX meðan á rannsókn stendur.
> Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá.
> Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla.
> Embættismenn verði valdir á faglegum forsendum.
Ofangreint vill Borgarahreyfingin og meira til.
Engir kokteilpinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2009 | 18:49
Hvað varð um Flugleiðir?
Af hverju var alltaf verið að skipta um nöfn á fyrirtækjunum sem voru/eru notuð til að ryksuga fé handa auðmönnum?
Var það til að rugla okkur og valda óskýrleika? Meðvitaðar blekkingar?
Af hverju skoða þetta engir fjölmiðlar?
Stoðir fá heimild til nauðasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)